Ljóðin

Valgeir SigurðssonValgeir Sigurðsson fæddist í Fremri-Hlíð í Vopnafirði 23. mars 1927. Hann ólst þar upp og vann að búi foreldra sinna til 25 ára aldurs. Valgeir stundaði nám í Laugaskóla og einn vetur í Iðnskólanum á Akureyri. Að öðru leyti er hann að mestu sjálfmenntaður, hefur sótt námskeið og lesið sér til gamans og uppfræðslu. Valgeir á að baki fjölbreytilegan starfsferil. Hann vann í fimmtán ár hjá Pósti og síma, fyrst á Vopnafirði í fimm ár og síðan tíu ár í Reykjavík en þangað flutti hann árið 1957. Eftir það vann hann við bókhald hjá Skeljungi í sex ár, var síðan blaðamaður við Tímann um áratug en vann síðar sem skjalavörður í Alþingi í átján ár. Valgeir hlaut önnur verðlaun fyrir kvæðið Endurminningu í ljóðasamkeppni aldraðra í Evrópu árið 1993. Birtist það sama ár í Ljóðakveri aldraðra. Valgeir hefur lengi fengist við ritstörf, gefið út fjórar bækur með þáttum um ýmis málefni og birt ljóð í blöðum, tímaritum og safnritum, meðal annars í bókunum Raddir að austan (1999) og Mannamál (2007).

Jónas Árnason sextugur

Vitja mín í draumi
vorbjartar nætur,
regnþvegið gras,
rjúpa í kjarri,
álftir á tjörn,
hreindýr á heiðum
– þegar ég minnist þín.

Mér er sem ég heyri
hlátur vinda,
kátan öldufald
kinnung strýkja,
tæran fjallalæk
falla um stalla
– þar ert þú á ferð.

Ómar þér í rómi
Íslands saga,
líf vort og land,
lands vors líf.
Værar þér verði
veturnóttakyrrur
– skíni þér Skjaldhamra sól.

 

Nýjasta blaðið

Glettingur 68. tölublað
Nr. 68 - 1. tbl 2017

Nýjasta tölublað

68. tölublað
Fjöldi áhugaverðra greina um málefni Austurlands.

Efnisyfirlit
Ljóðin
Ljósmyndarinn
Völundarvinjar og lúpína á Austurhálendinu
Villa á Skriðdalsöræfum
Ritstjórinn
Gamla myndin

Panta eintak

• Þrjú tölublöð á ári.
• Áskriftarverð kr. 4.500.
• Verð í lausasölu kr. 1.800.
• Nýir áskrifendur fá eldri hefti á afsláttarverði.

Panta áskrift / eintak

Forsíðan

Borði

Áskrift

Viltu gerast áskrifandi?
• Þrjú 52 síðna tölublöð á ári.
• Áskriftarverð kr. 4.500-
Pantaðu í síma 848 3314 eða smella hér >