Skip to main content

.

 

Efla þurfti áhuga ungs fólks á menningu og listum

Aðalheiður Borgþórsdóttir á Seyðisfirði í viðtali við Magnús Stefánsson

61-Glettingur Vidtalid-1

Myndin er tekin í einni listasmiðju LungA 2014, Skepnufabrikkunni, þar sem unnið var með alls konar efni og tækni við gerð búninga. Mynd: Magnús Elvar Jónsson.

Blómlegt og framsækið menningarlíf á Seyðfirði hefur vakið athygli um árabil. Menningarmið­stöðin Skaftfell kemur upp í hugann og listahátíðin LungA sem hlotið hefur Menningarverðlaun SSA og Eyrarrósina sem er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Verkefni sem þessi verða ekki til nema með samstilltu átaki margra en Aðalheiður Borgþórsdóttir, ferða- og menningarfulltrúi, tengist menningarstarfinu öðrum fremur. Hún er útskrifuð sem ferða­málafræðingur frá Háskólanum á Hólum og vinnur að ferðamálum til jafns við menningarmálin. Hún er meðal annars forstöðumaður upplýsingamiðstöðvarinnar og tjaldsvæðisins. Aðalheiður bregður í viðtalinu upp nokkrum myndum úr menningunni á Seyðisfirði en ferðamálin fá lítið rúm og ekki er minnst á uppbyggingu þess merka húss Hótel Öldu. Vert væri að Glettingur bætti fyrir það með stuttri frásögn síðar.

Aðalheiður Borgþórsdóttir

Ég er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum, foreldrar mínir báðir eru Vestmannaeyingar og ég á margt skyldfólk í Eyjum. Ég kem hingað á Seyðisfjörð þrettán ára gömul, árið 1971, svo að ég hlýt að vera orðin Seyðfirðingur fyrir löngu. Maðurinn minn, Sigfinnur Mikaelsson, er innfæddur Seyðfirðingur, væntanlega einn af fáum innfæddum sem enn búa hérna.
Ég kynntist ýmsum störfum eftir að ég fór að vinna fyrir mér, ég vann sem verkakona, bæði í fiskvinnslu og í Vélsmiðju Jóhanns Hanssonar þar sem ég var suðukona í nokkur ár. Ég vann einnig hjá Pósti og síma, bæði á símstöðinni og hjá ritsímanum seinna. Síðar kenndi ég við Tónlistarskólann en ég hafði lært á gítar og þverflautu
og einnig stundað söngnám. Ég kenndi á hljóðfæri og æfði kór í skólanum. Ég gerði svo sólóplötu með eigin textum og lögum árið 1998. Ég hef lítið sungið síðan þá nema eitthvað smávegis með hljómsveitum.

Menningarmálin
Árið 1998 tók ég við starfi ferða- og menningar­þar sem ég var suðukona í nokkur ár. Ég vann fulltrúa. Það kom þannig til að Björg Blöndal kom til mín og spurði hvort ég gæti hugsað mér að taka þetta starf að mér. Ég sló til og þetta reyndist mikið frumkvöðlastarf og skemmtilegt. Það byrjaði reyndar með því að ég tók að mér að stýra listahátíðinni Á seyði sem varð til í kringum hundrað ára afmæli bæjarins, 1995. Við héldum henni áfram gangandi og ég tók það að mér ásamtGrétu Garðarsdóttur. Listahátíðin Á seyði var röð listviðburða, venjulega frá miðjum júní og til ágústloka. Hún byrjaði sem myndlistarsýningar um allan bæ. Við settum til dæmis upp sýningar í skólanum sem voru hafðar opnar allt sumarið og sýningar voru á fleiri stöðum í bænum. Það má segja að þetta starf hafi orðið grunnurinn að svo mörgu sem síðar hefur verið stofnað til í menningarmálum hér á Seyðisfirði. Má þar nefna listahátíðina LungA alveg sérstaklega. En ég sinnti ferðamálunum einnig, ég fór að sjá um tjald­svæðið í bænum og ýmislegt fleira. Síðan jókst þetta smám saman, verkefnin urðu til og það var alltaf einhvern veginn stuðningur við það. Þetta varð strax mjög skemmtilegt og skapandi starf og hefur alla tíð verið og er enn.

Bláa kirkjan
Fljótlega komu svo til ný verkefni og þar má nefna fyrst tónleikaröðina Bláa kirkjan. Ég hafði unnið með Muff Worden í tónlistarskólanum, hún var bandarísk tónlistarkona sem kom hingað sem tónlistarkennari. Hugmyndin að Bláu kirkjunni varð til hjá henni, ekki aðeins tónlistarinnar vegna heldur líka til að skapa eitthvað fyrir ferðamenn­ina. Bláa kirkjan kom fyrst inn sem liður í listahá­tíðinni Á seyði sem stóð yfir allt sumarið. Haldnir eru tónleikar öll miðvikudagskvöld sumarsins, fyrst árið 1998 og sumartónleikaröðin er því haldin í sextánda sinn á þessu sumri. Fram að þessu hafði verið lítið um menningarviðburði hér á sumrin.

Hljóðskúlptúrinn Tvísöngur eftir þýska listamanninn Lukas Küne stendur uppi í hlíð Strandartinds, rétt ofan við fiskimjölsverksmiðjuna. Mynd: Aðalheiður Borgþórsdóttir.

Hljóðskúlptúrinn Tvísöngur eftir þýska listamanninn Lukas Küne stendur uppi í hlíð Strandartinds, rétt ofan við fiskimjölsverksmiðjuna. Mynd: Aðalheiður Borgþórsdóttir.

Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi.

Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi.

Skaftfell
Ég er svo heppin að hafa fengið að taka þátt í upp­byggingunni í Skaftfelli. Við tókum við húsinu í alveg hræðilegu ástandi. Það hafði verið norskt sjómannaheimili í mörg ár en þegar þeirri notkun lauk var húsið gefið kirkjunni sem safnaðarheim­ili. Það þótti óþægilega langt frá kirkjunni svo að Garðar Eymundsson hafði skipti á Skaftfelli og nýju safnaðarheimili sem hann byggði við kirkjuna. Hjónin Karólína Þorsteinsdóttir og Garðar Eymundsson gáfu síðan húsið til menn­ingarstarfsemi. Það var reyndar í mjög slæmu ástandi, vægast sagt. Styrkir fengust á fjárlögum til að endurbyggja húsið og margir lögðust áeitt við þetta verkefni. Íbúð fyrir listamenn er á efstu hæðinni, á miðhæðinni er sýningarsalur og skrifstofa og á jarðhæð er bistro, innréttað í anda Dieters Roth.

Það má ekki gleyma því að Dieter Roth hefur haft mikil áhrif á listalíf í Seyðisfirði, bæði hann sjálfur og fjölskylda hans, Björn Roth og synir hans. Dieter átti bryggjuhús hérna úti á Haföldu, fjölskylda hans á húsið enn og þau koma mikið þangað. Björn var í stjórn Skaftfells og margir listamenn, sem sýndu hér fyrstu árin, komu mikið fyrir orð Björns.
Skaftfellshópur er formlega stofnaður árið 1998 og fyrsta stjórn tekur þá líka til starfa og uppbygg­ingin fer fram á næstu þremur árum. Árið 2001 er Skaftfell fullbúið eins og það er í dag og verður þá miðstöð myndlistar á Austurlandi.

Listaháskólinn fór fljótlega að koma með þriðja árs nemendur í myndlist til námsdvalar í Skaft­felli á hverjum vetri. Kristján Steingrímur Jóns­son, deildarforseti myndlistardeildar skólans, og Björn Roth koma með nemendunum og kenna á námskeiðinu sem stendur í tvær vikur. Það er mjög mikil aðsókn að þessu námskeiði, allir þriðja árs nemendur vilja koma til Seyðisfjarðar. Nám­skeiðið endar alltaf með nemendasýningu og oft þykja þessar sýningar mjög sérstakar. Þess sjást oft merki í útskriftarverkefnum nemendanna að Seyðisfjörður hefur haft áhrif á listsköpun þeirra. Það sem þau fá hér er dálítið sérstakt. Þau vinna meðal annars í vélsmiðju, með listamönnum og handverksmönnum í bænum og komast svolítið inn í samfélagið. Þau hafa unnið þarna að stórum og smáum verkefnum og læra að sjóða, kynnast handverkinu og nauðsynlegri verkkunnáttu. Ég var til ársins 2003 í Skaftfelli og er enn í stjórn Skaftfells svo að ég held tengslum við starfsemina þar.

Frá tónleikum LungA 2013, gestir fyrir framan sviðið. Mynd: Alisa Kalyanova.

Frá tónleikum LungA 2013, gestir fyrir framan sviðið. Mynd: Alisa Kalyanova.

Gestir á uppskeruhátíð LungA 2013 skoða sýningu hjá listasmiðjunni „Persónulegt rými“ sem listakonan Aðalheiður Eysteinsdóttir stjórnaði. Mynd: Alisa Kalyanova.

Gestir á uppskeruhátíð LungA 2013 skoða sýningu hjá listasmiðjunni „Persónulegt rými“ sem listakonan Aðalheiður Eysteinsdóttir stjórnaði. Mynd: Alisa Kalyanova.

Listahátíð ungs fólks
Kveikjan að LungA var hátíð sem við nefndum Hljómstefnu. Þá vorum við að stefna saman tón­listarmönnum, í rauninni til að vinna á svipaðan hátt og við erum að gera í dag. Við héldum nám­skeið fyrir ungt tónlistarfólk og svo spilaði það saman. Ætlunin var að fá ungt fólk sem víðast að af landinu en það gekk ekki nógu vel. Þetta snerist allt um tónlist en þar er mitt helsta áhugasvið. Við prófuðum þetta í tvö ár og starfsemin var svipuð og hefur orðið á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði sem hefur þróast vel og er fín hátíð.

Síðan var það þannig að til mín koma unglingar sem höfðu áhuga á því að gera eitthvað nýtt og úr varð að við settum saman lítinn hóp sem vann að því að þróa LungA sem er stytting á heitinu Listahátíð ungs fólks, Austurlandi. Markmiðið var að efla menningu og listir meðal ungs fólks. Aldurinn, sem miðað var við, var 16–25 ára og starfið skyldi byggjast á námskeiðum fyrst og fremst, listasmiðjum eins og við nefnum það. Fyrsta hátíðin var svo haldin árið 2000 og þátóku tuttugu ungmenni þátt í listasmiðjum. Í þeirri tölu eru ungmennin sem voru með mér í undirbúningshópnum, þau Halldóra Malen Pétursdóttir og Stefán Benedikt Vilhjálmsson, bæði frá Egilsstöðum og útskrifaðir leikarar frá LHÍ, Ólafur Ágústsson og Björt Sigfinnsdóttir. Leiðbeinendur við þessa fyrstu listasmiðju voru Andri Snær Magnason rithöfundur, Helga Braga Jónsdóttir leikkona, Magnús Reynir Jónsson ljós­myndari, Orvill Pennant afródansari, Arnar Þór Gíslason tónlistarmaður og tvær stúlkur, Sara María Júlíusdóttir og Gunnhildur Hauksdóttir,myndlistarnemar í Listaháskóla Íslands.

Við áttum eiginlega enga peninga svo að mikið þurfti að treysta á sjálfboðavinnu, ég meira að segja eldaði handa þeim matinn og systir mín með mér. Hátíðin var haldin um 20. júlí og stóð frá miðvikudegi fram á laugardag. Við völdum þennan tíma með það í huga að unga fólkið væri kannski búið að vinna sér inn svolitla peninga og gæti leyft sér að taka sér smáfrí í vinnunni til að taka þátt í skapandi starfi. Starfið fór fram í félags­heimilinu Herðubreið eins og það gerir enn í dag.

Fjárstuðningur frá Seyðisfjarðarkaupstað fékkst strax til þessarar fyrstu hátíðar og bærinn hefur stutt hátíðina allar götur síðan. Ungmennin greiða líka alltaf þátttöku­gjöld. Menningarráð Austurlands hefur svo stutt verkefnið myndarlega, lykilstuðningurinn er þaðan og frá Seyðisfjarðarkaupstað. Síðan höfum við leitað fanga mjög víða, til dæmis hjá fyrirtækjum og evrópusjóðum. Hátíðin hefur vaxið mikið á síðustu árum og þátttakendum fjölgað. Við auglýsum eftir þátttakendum og alltaf eru umsækjendur mun fleiri en komast að. Föst venja er orðin að vera með sjö listasmiðjur og fjöldi listamanna kemur til að sýna mynd­verk, vídeó, dans og alls konar listsköpun. LungA er orðin alþjóðleg hátíð, síðan 2006 höfum við verið með ungmennaskipti samhliða hátíðinni og ýmis evrópuverkefni.Við höfum farið upp í það að vera með ungmenni frá sex löndum saman í verk­efni, frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Færeyjum, Eistlandi og Hollandi. Síðan eru að koma ung­menni alls staðar að, bæði í ungmennaskiptum og sem sjálfboðaliðar. Við höfum verið með erlenda sjálfboðaliða, meðal annars frá Veraldarvinum og í fyrra bjuggum við til okkar eigin hóp sjálf­boðaliða. Unglingar frá Vesterålen komu hingað þegar við vorum með fjölþjóðaverkefnið og það er áhugi fyrir samstarfi við okkur í Vesterålen þótt ekki hafi enn tekist að koma því á.

LungA 2013
Upphafsdagur hátíðarinnar í fyrra var 12. júlí en þremur dögum fyrr fór af stað ungmennaskipta­verkefni þar sem þemað var: Skapandi samfélag, hvernig hægt er að búa til skapandi samfélög og hvernig þau verða til. Þetta var rannsakað og ungmennin héldu síðan fyrirlestur og sýn­ingu á afrakstri vinnunnar. Síðan tóku þau þátt í smiðjunum sem voru sjö talsins. Við vorum með kvikmyndasýningu og svonefnda listagöngu, listsýningar á sjö eða átta stöðum í bænum og gengið á milli þeirra. Þar sýndu ungir listamenn, á aldrinum 18–30 ára. Þeir koma með sýna list­sköpun og við sköffum húsnæði. Það er okkar framlag að leggja til aðstöðuna, bjóða upp á mat og gistingu í flestum tilfellum. Á föstudagskvöldi var sýnd fatahönnun og voru það fjórir ungirhönnuðir sem sýndu verk sín. Á laugardag var uppskeruhátíð að vanda og þá sýna þátttakendur það sem þeir hafa unnið að í listasmiðjunum alla vikuna. Þá eru þau dansandi um allan bæ og það tekur allan daginn að ganga á milli staðanna þar sem þau sýna.

Leiðbeinendur á LungA koma víða að og margir þeirra eru þekktir listamenn, til dæmis var hér í fyrra breskur leiðbeinandi í grafík. Við höfum verið með danskan fatahönnuð, mjög þekktan, Henrik Vibskov, hann hefur komið tvisvar til okkar og eitt af meginmarkmiðum okkar er að unga fólkið komist í kynni við starfandi listamenn. Margir fleiri þekktir og fjölhæfir listamenn hafa komið og kennt myndlist, tónlist og leiklist, eins og til dæmis Davíð Þór Jónsson, Ragnar Kjart­ansson, Curver Thoroddsen, Sara Sigurðardóttir, Guðmundur Oddur Magnússon og marga fleiri listamenn mætti nefna. Guðmundur Oddur hefur verið með okkur, að mig minnir alveg frá upphafi og ýmist verið með fyrirlestur eða haldið nám­skeið.

Hátíðin stendur alltaf frá sunnudegi til næsta sunnudags. Ég hef verið að halda utan um tölu­legar staðreyndir og ég held að það sé um 250 manns sem við erum að sjá fyrir verkefnum og gefa að borða og hýsa þessa viku sem ungmennin eru hér hvert sumar. Þátttakendur á námskeiðum eru um 130 talsins, svo eru leiðbeinendur, fjöl­margt annað starfsfólk og listamenn og síðan eru haldnir stórir tónleikar á laugardegi og stundum á föstudegi líka. Oftast eru fimm og allt upp í tíu hljómsveitir að spila á tónleikunum. Einhverjir viðburðir eru á hverju kvöldi meðan á hátíðinni stendur og fimm síðustu kvöldin eru þeir opnir almenningi en aðeins er selt inn á tónleikana stóru. Þeir eru haldnir úti og það er mikill tilkostnaður og vinna í kringum þá. Þeir hafa farið fram á mið­bæjartorginu, þangað til í fyrra að þeir voru færðir í portið hjá Norðursíld, við fluttum þá aðeins út úr bænum. Þetta var tilraun sem heppnaðist afar vel að okkar mati. Það sem vakti fyrir okkur var að fara aðeins út úr til þess að tónleikagestir mættu fyrr og væru ekki að rápa á milli tjaldsvæðis og tónleika og væru þar af leiðandi fyrst og fremst aðkoma á tónleikana en ekki á tjaldsvæðið. Ég vona að þessi listahátíð unga fólksins eigi eftir að dafna vel en hún mun sjálfsagt breytast eitthvað og ekki síst vegna tilkomu skólans sem nú er að verða að veruleika en hann sprettur af þessum sama meiði.

Frá tónleikum Lunga 2014. Myndin er tekin af sviðinu yfir mannfjöldann. Mynd: Magnús Elvar Jónsson.

Frá tónleikum Lunga 2014. Myndin er tekin af sviðinu yfir mannfjöldann. Mynd: Magnús Elvar Jónsson.

LungA ráð
Hópur ungs fólks, svonefnt LungA ráð, hefur á hendi listræna stjórnun á hátíðinni og ákveður hvað er í boði hverju sinni og ég sé svo um prakt­ísku málin og er þar af leiðandi kölluð mamma LungA, passa að allt sé í lagi. Starfsemin er mjög lýðræðisleg, hver og einn er með sitt ábyrgðar­svið en við vinnum samt mjög vel saman. Þetta unga fólk í ráðinu kemur víða að og nokkur þeirra hafa unnið við hátíðina árum saman. Björt Sigfinnsdóttir, sem er Seyðfirðingur, hefur staðið í þessu frá upphafi og stýrir listasmiðjum og ungmennaskiptaverkefnum ásamt Berglindi Sunnu Stefánsdóttur sem er úr Reykjavík. Þær erubáðar menntaðar í Kaospilot skólanum í Århus í Danmörku sem segja má að sé frumkvöðla- og framkvæmdaskóli. Guðmundur Ingi Úlfars­son frá Fáskrúðsfirði hefur séð um hönnun alls kynningarefnis af miklum metnaði síðustu ár og stýrir myndlistardeildinni og ýmsu öðru. Síðan ermyndlistarmaðurinn Rögnvaldur Skúli Árnason, Reykvíkingur, hann stýrir myndlistardeildinni með Guðmundi. Megan Horan, sem kemur fráÁstralíu, hefur stjórnað viðburðum og sér um tón­leikana ásamt Berglindi Sunnu. Elísabet Karls­dóttir á Egilsstöðum er hönnuður og hefur séðum hönnunarsýninguna. Ég er svo líka í LungA ráðinu, þannig að við erum sjö sem stjórnum hátíðinni.

Síðan erum við með alls konar tæknifólk og fólk í eldhúsi og það er sama fólkið sem vinnur þar ár eftir ár, finnst þetta bara svo skemmtilegt þótt kaupið sé ekki hátt. Björgunarsveitin sér svo um gæslumál, bæði á tjaldsvæðinu og eins á tónleik­unum en þá sækja þúsund til tólf hundruð gestir. Okkur reiknast til að um fjögur þúsund manns sé að koma yfir vikuna og taka þátt í því sem í boði er og yfirleitt er fullt á öllum viðburðum.

Stofnendur LungaA skólans ásamt sex af sjö stjórnar­mönnum. Talið frá vinstri: Margrét Pála Ólafsdóttir, Nína Magnúsdóttir, Guð­mundur Oddur Magnússon, Dýri Jónsson (formaður), Ólafur Stefánsson, Jonatan Spejlborg Jensen, Sigrún Halla Unnarsdóttir, Björt Sigfinnsdóttir. Aðalheiði Borgþórsdóttur, sem er í stjórn skólans, vantar á myndina. Jonatan og Björt eru stofnendur skólans. Mynd: Alisa Kalynova.

Stofnendur LungaA skólans ásamt sex af sjö stjórnar­mönnum. Talið frá vinstri: Margrét Pála Ólafsdóttir, Nína Magnúsdóttir, Guð­mundur Oddur Magnússon, Dýri Jónsson (formaður), Ólafur Stefánsson, Jonatan Spejlborg Jensen, Sigrún Halla Unnarsdóttir, Björt Sigfinnsdóttir. Aðalheiði Borgþórsdóttur, sem er í stjórn skólans, vantar á myndina. Jonatan og Björt eru stofnendur skólans. Mynd: Alisa Kalynova.

Listalýðháskóli
Listalíf hefur verið mjög blómlegt hér á Seyðisfirði um árabil og nægir að minna á námskeið Listaháskólans, starfsemi Skaftfells og LungA. Listamenn laðast að þessum bæ einhverra hluta vegna. Þeir segja að hér séu einhverjir töfrar og hér sé auðvelt að vera „bara öðruvísi“, þeir falli næstum inn í fjöldann.

Umræða um stofnun lista­skóla hafði legið í loftinu. Björt dóttir mín fer til náms í Kaospilot skólanum og ákveður að taka stofnun listalýðháskóla sem lokaverkefni sitt. Hún býr til áætlun um það hvernig best væri að standa að stofnun slíks skóla, leggur í rannsóknarvinnu og fær aðstoð við verkefnið frá kennurum sínum. Hún fær til liðs við sig ungan Dana, Jonatan Spejl­borg Jensen, sem verður síðan annar frumkvöðull­inn og tekur skólastofnun einnig sem lokaverkefni í skólanum sínum. Þau vinna námskrána og aðra útfærslu á starfi listalýðháskóla í gegnum sitt nám og ljúka þessari vinnu á árunum 2012–2013.

Þau kynna svo verkefnið hér heima og hug­myndafræðina sem að baki liggur og mikill áhugi vaknar strax á stofnun skóla. Grunnurinn er ekki síst sú mikla þekking og reynsla sem fyrir er hér á Seyðisfirði og hinn mikli listaáhugi fólksins. Og lengi hefur lifað í umræðunni hér að stofna lista­skóla. Þetta unga fólk tekur bara boltann, grípur hugmyndina og gerir hana að veruleika. Skólinn byggir á hinni rótgrónu hugmyndafræði Grund­vigs, sem er grunngildi lýðháskólanna, að undir­búa nemendur undir lífið, mikil áhersla er lögð á það að nemandinn þroski sjálfan sig um leið og hann kynnist ýmsum listgreinum. Svo er einnig sótt í hugmyndafræði LungA sem er um margt á svipuðum nótum.

Ákveðið var að nota þá aðstöðu sem fyrir er, við eigum mikið af húsnæði hér á Seyðisfirði. Nem­endurnir munu búa á Farfuglaheimilinu og Hótel Snæfelli en skólinn hefur aðsetur í Herðubreið. Vinnustofur verða víða um bæinn, á þeim stöðum sem henta hverju sinni. Samstarf er um mötuneytivið Hótel Öldu og grunnskólann, sömuleiðis um ýmsa aðstöðu. Kennarar verða ekki fastráðnir við skólann en um það bil þrír leiðtogar eða stjórn­endur verða sennilega fastráðnir, það fer eftir því hvernig fjármögnunin gengur. Kennarar verða lausráðnir, koma og kenna á tveggja til þriggja vikna námskeiðum og halda fyrirlestra. Þannig verður hægt að draga úr launakostnaði. Hugmyndin er að þátttökugjöld nemenda standi að verulegu leyti undir rekstrarkostnaði ásamt þeim styrkjum sem skólanum áskotnast.

Flestir sem hafa kynnt sér hugmyndir um skólann hafa lýst yfir mikilli ánægju með fram­tak unga fólksins. Þau fóru með skólaverkefni sín og áætlanir til menntamálaráðherra og þeim var afar vel tekið. Ráðuneytið veitti verkefninu sjö og hálfa milljón króna í þróunarstyrk og í því felst ákveðin viðurkenning.

Ákveðið var að halda fjögurra vikna námskeið sem eins konar prufu áður en skólinn tæki til starfa fyrir alvöru. Var það haldið í mars síðast­liðinn vetur og boðið upp á samþjappaða dagskrá skólans. Auglýst voru 20 pláss og 30 nemendur sóttu um, þar af helmingur Íslendingar. Kenn­arar voru sex auk nokkurra fyrirlesara. Nemendur fengu að kynnast vetrarríkinu, nálægðinni við náttúruna og mikilli nánd hvert við annað. Að þessu sinni var boðið upp á dans-, hljóð-, sviðs­mynda- og vídeósmiðjur.

Skólinn hefur verið stofnaður formlega og gerð heimasíða og kynningarefni fyrir hann, án þess að miklum fjármunum hafi verið eytt í markaðs­setningu. Hann verður tvær annir og hvor önn stendur yfir í þrjá mánuði, vor og haust. Skólinn hefst 15. september næstkomandi með fullu námi og stefnt er að því að nemendur verði 35 talsins og enn er opið fyrir umsóknir.
Í stjórn skólans er einvalalið, GuðmundurOddur Magnússon, Ólafur Stefánsson, MargrétPála Ólafsdóttir, Sigrún Halla Unnarsdóttir, Nína Magnúsdóttir og formaður er Dýri Jónsson. Þau munu leggja skólanum lið á ýmsan hátt, jafnvel koma eitthvað að kennslu. Ég verð áfram mamma LungA í skólanum og tek að mér að sinna fjár­málum og ýmsum praktískum málum skólans.

Mikil bjartsýni ríkir við upphaf skólahaldsins og má þakka þeim Björt Sigfinnsdóttur og Jonatan Spejlborg Jensen að skólinn er orðinn að veruleika. Mikil þróunarvinna er enn eftir en þau hafa lagt sál sína og hjarta í verkefnið sem skiptir gríðarlega miklu máli. Mikilvægum áfanga er náð sem byggir á eldmóði tveggja ungra frumkvöðla.

Frá listasmiðju LungA 2013. Mynd: Alisa Kalyanova.

Frá listasmiðju LungA 2013. Mynd: Alisa Kalyanova.

Lengri ferðamannatími
Ég vinn með flestum sem starfa hér að ferða-og menningarmálum. Nokkur fyrirtæki og stofn­anir eru með starfandi svonefndan klasa sem ber heitið Aldamótabærinn Seyðisfjörður og vinna meðal annars að verkefninu Skapandi allt árið. Markmiðið er að lengja ferðamannatímann, fá fólk til að heimsækja okkur í annan tíma en um hásumarið. Þetta gengur hægt og við búum við þennan farartálma sem Fjarðarheiðin er. Ferðamönnum hefur samt fjölgað í maí og september og nú er markmiðið að ná ferðamönnum hingað í apríl og október. Reynt er að selja pakkaferðir í samstarfi við ferða­skrifstofur hér eystra og unnið sameiginlega að markaðsmálum. Nokkur verkefni hafa orðið til við samstarf fyrirtækja, eitt þeirra er Haustroði. Við bjóðum nágrönnum okkar að koma í heimsókn einn dag og handverk og uppskera er þá sýnd og seld.

Ferðafólk, sem kemur með ferj­unni, stansar lítið hér í bænum við komuna til landsins en aftur á móti lengist sá tími sem það dvelur hér áður en haldið er aftur úr landi. En það var mikið áfall fyrir alla hér þegar fréttir bárust af því að til greina gæti komið að Norröna hætti að sigla til Seyðisfjarðar. Það yrði reiðarslag fyrir bæjarfélagið og íbúana hér og Seyðfirðingar verða að treysta því að til þessara breytinga komi ekki.

 

Furðu fáir nota ímyndunarafl sitt og innsæi. Samt eru þetta frumkraftar til­verunnar. Þetta eru kraftarnir sem geta umskapað raunveruleikann. Það þurfti ímyndunarafl og innsæi til þess að leggja grunninn að Seyðisfirði á sínum tíma. Það gerist á síðari hluta 19. aldar. Íslenskt samfélag var fyrst og fremst bændasam­félag á þeim tíma. Mjög fá þorp eðakaupstaðir voru þá á Íslandi og þéttbýlis­menning varla til. Á Seyðisfirði var einn fyrsti vísir að borgaralegri menningu áÍslandi. Hann er staðurinn sem fóstrar Listahátíð ungs fólks, Austurlandi. Við köllum þessa hátíð LungA ...
Guðmundur Oddur MagnússonÚr tíu ára afmælisriti LungA.