Starfið á árinu
Frá síðustu frétt hefur þetta gerst hjá Glettingi.
Haustið 2019 gáfum við út afmælisblað Menntaskólans á Egilsstöðum í ritstjórn Magnúsar Helgasonar kennara. Fullt af fræðandi efni um menntaskólann í fortíð og nútíð.
Í vor kom 74 heftið með blönduðu efni og má þar helst nefna viðtal við skólastjóra Tónlistarskólans á Egilsstöðum, Sóleyju Þrastardóttur, grein Ragnars Inga Aðalsteinssonar um „valsakónginn frá Hvanná“, Jón Jónsson og samantekt Skúla Björnssonar um bændaskógrækt á Austurlandi.
Nýkomið er 75. hefti Glettings sem er helgað Náttúruverndarsamtökum Austurlands, en þau áttu 50 ára afmæli á árinu. Þar er fjallað um þau fjölmörgu mál sem upp hafa komið á vettvangi samtakanna og eins og vænta má er það prýtt fjölmörgum myndum úr starfi þeirra ásamt nokkrum sem sýna dæmi um náttúruperlur Austurlands.