Gamla myndin - Sigurjón Bjarnason, bóndi á Hvoli, Borgarfirði eystra
Sigurjón Bjarnason, bóndi á Hvoli, Borgarfirði eystra, á Nallanum með Staðarfjallið í baksýn.
Sigurjón bjó á Hvoli ásamt konu sinni, Guðfinnu Þórðardóttur, á fjórða áratug síðustu aldar. Þau eignuðust 10 börn og komust 9 til fullorðinsára.
Sigurjón var aðfluttur á Borgarfjörð. Hann var frá bænum Sperðli í Vestur-Landeyjum og var skútusjómaður á yngri árum. Eftir að hann gerðist bóndi á Hvoli tók hann oft túra á togurum á vetrum. Hann þótti orðheppinn og átti til að bregða fyrir sig sjómannamáli.
Myndina tók Steinþór Eiríksson árið 1960 en traktorinn eignaðist Sigurjón árið 1957.
Eigandi myndar er Ljósmyndasafn Austurlands. Heimild: Sveitir og jarðir í Múlaþingi II